Stafavíxl

Í Stafavíxl fá leikmenn gátu sem er brengluð útgáfa af nafni, titli eða staðarheiti sem þeir þurfa síðan að afrugla. Hægt er að keppa sem einstaklingar en líka sem lið.

Áður en gáta er dregin er ákveðið hvort þraut 1, 2, eða 3 er valin. Við þrautirnar eru tákn sem gefa vísbendingu um rétt svar. Leikmenn nota síðan stafaspjöldin sín til að reyna að afrugla. Þegar þú telur þig hafa leyst gátuna tekur þú spjaldið og athugar hvort lausnin hafi verið rétt. Ef svo er færðu stig. Ef svarið er rangt reyna hinir áfram að finna rétt svar.

Tímamörk: 3 mínútur (klukka fylgir ekki).

Keppt er þar til einhver er með tíu stig.